logo

Kirsuberjatréđ -Margrét Guđnadóttir

25 nóvember 2011

Hún heitir Margrét Guðnadóttir og varð 60 ára á þessu ári. Hún er ein stofnenda Kirsuberjatrésins sem stofnað var árið 1993.
 
Ég hef alltaf verið að hanna og búa eitthvað til og skapa. Ég man ekki eftir mér öðruvísi.
 
Margrét stundaði sitt nám í Bandaríkjunum í hönnun, textíl, vefnaði, körfugerð og ljósmyndun á árunum 1980-1986.
 
 
 
Lampi-broddar
 
Mér finnst mikil gróska í íslenskri hönnun, ungir fatahönnuðir eru kraftmiklir og skapandi. En auðvitað er bransinn erfiður, lítið land sem bæði gefur möguleika og takmarkanir.
 
Hún hefur ekki miklar áhyggjur af samkeppni þar sem hennar vara er afar sérhæfð og ekki hægt að kaupa hráefnið í næstu búð:
 
Ég held að samkeppni sé oftast til góðs en hún getur orðið grimm ef um eftirlíkingar er að ræða og samkeppnin verður of hörð.
 
 
 
Spiladósin broddi
 
 
 
Krummaspiladós
 
Þegar Margrét á frítíma þá finnst henni gaman að ferðast, hvort sem er innanlands eða utan.
 
Ég er alltaf með hugann við næstu hönnun, er alltaf leitandi og nota þá ekki síst upplifanir í ferðalögum sem kveikju að hönnun. Annars finnst mér gott að vera með fjölskyldunni minni, lesa góða bók og syngja í kór.
 
 
 
Spiladós...og spiladósir fyrir neðan:
 
 
 
Margréti finnst Listaháskólinn vera á góðri leið:
 
Eins er Myndlistarskóli Reykjavíkur að gera frábæra hluti. Ég held því að hönnunarnám á Íslandi sé í góðum málum. Ég held aftur á móti að hönnun og myndlist í grunnskólum mætti fá meira vægi.
 
Ég spurði hana hvort hún ætti uppáhalds hlut eftir sjálfa sig:
 
Ég á nokkra lampa eftir sjálfa mig sem ég er óskaplega fegin að eiga og hafa ekki selt því vinnan við þá var svo mikil að ég myndi aldrei gefa mér tíma til að búa þá til í dag. Ullarkápan mín sem ég keypti af ungum hönnuði í Frakklandi fyrir nokkrum árum er einnig í miklu uppáhaldi.
 
 
 
Sprellikarl
 
Margrét er leikskólakennari og hafði alltaf sérstaklega mikla gleði af að kenna börnum myndlist og vinna með þeim skapandi starf:
 
Ég hefði getað hugsað mér að verða Art Therapisti, að vinna með vandamál í gegnum listina. Eins hefði ég getað hugsað mér að verða ljósmyndari.
 
Höfundur:
„Tíska er eins og arkitektúr; þetta er spurning um hlutföll.“ Coco Channel-