logo

A­ eiga gˇ­a vini er ˇmetanlegt

9 april 2012 - Hei­a ١r­ar

Ég fékk svo fallega gjöf senda frá vinkonu minni fyrir nokkrum dögum.
 
Gjöfin kostaði hana ekki krónu, en fyrir mér var gjöfin sú allra dýrmætasta, einmitt á því augnabliki.
 
Svona gjafir fyrir mér eru bestar, fallegastar og verðmætastar. Hún sendir mér ljóð. Það er svona: 
 
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
 
Vin, sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur von.
 
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi þér gefur ráð.
 
Eflir þig í hversdagsleika
til að drýgja nýja dáð.
 
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
 
 
 
Já, hún sendi mér þetta ljóð þessi elska, án þess að hafa um það nokkra hugmynd að ljóðið er eftir móðurömmu mína og er eitt af mínum allra uppáhalds ljóðum eftir hana.
 
Tilviljun? Aftur segi ég; nei -það eru engar tilviljanir.
 
Takk fyrir mig elsku Rut. Þú ert gersemi. 

heida@spegill.is
Höfundur: Hei­a ١r­ar
„Tíska er eins og arkitektúr; þetta er spurning um hlutföll.“ Coco Channel-