logo

Dress to kill!

21 maí 2012 - Hei­a ١r­ar

Til að undirstrika trúverðugleika þinn eru nokkur lykilatriði varðandi klæðnaðinn sem hafa ber í huga. Sækistu eftir því að vera tekin alvarlega alltaf eða jafnvel aðeins við ákveðnar aðstæður, mundu að: Litir ættu að vera hlutlausir og efnið vandað. Með því að vera ekki áberandi í litavali eða of djörf, eykur þú möguleikann á að hlustað sé á þig. Það er staðreynd. Jakkar eru lykilatriði í þessu samhengi.
Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga, sækistu eftir trúverðugleika og að hlustað sé á þig:

-Kragar undirstrika háls og ramma inn andlit. Kragar þykja skapa ákveðinn virðuleika og vald. Þeir eru meðal annars skilyrtir í golfíþróttinni. Á sumum vinnustöðum einnig. Mikilvægi kraga skyldi ekki vanmeta.
 
 

-Eftir því sem þú sýnir meira hold, því minni verður trúverðugleiki þinn við ákveðnar aðstæður. Hlýrabolur smellpassar í líkamsræktinni og dregur athygli að upphandleggsvöðvunum, en það verður að segjast eins og er að þröngur hlýrabolur dregur athyglina frá orðum þínum í leiðinni.
 

-Klassískir jakkar hafa verið hluti af framakonunni lengi vel. Þeir hafa verið til í um 500 ár. Án mikillar fyrirhafnar, öðlast heildar yfirbragðið ákveðna virðingu, sértu klædd vel sniðnum jakka. Hvort sem þú klæðist drakt dags daglega eða aldrei. Vertu viss um að eiga einn klassískan jakka í fataskápnum sem þú getur gripið til við ákveðnar aðstæður; eins og: Atvinnuviðtal, formlegan kvöldverð, fund eða jarðaför. Flottur vel sniðinn jakki gengur við bómullarboli, gallabuxur, skyrtu eða pils. Að sama skapi er gott að eiga vel sniðið, klassískt pils og buxur í hlutlausum litum, sem hægt er að grípa til við ákveðnar aðstæður.
 
 

-Ull, bómull og „rayon“ eru meðal annarra, góð efni í fatnað framakonunnar. Gegnsæ, glansandi efni og áberandi litir í fatnaði eru hinsvegar tilvalin efni sértu að sækjast eftir því að ekki sé hlustað á þig. Litir eins og blátt, svart, brúnt, rautt og beige eru litir sem virka best í þessu samhengi. Þér gætu þótt þeir leiðinlegir og dauflegir, en undir ákveðnum kringumstæðum gera þeir sitt.
 
 

Ef þú hinsvegar sækist eftir því að hrista vel upp í fólki, farðu endilega í neon-grænu draktina þína. Þú gefur fólki einnig flott tilefni til að tala um þig út vikuna. Vertu þó viss um að fólk man ekki eftir því sem þú sagðir. Hafðu það í huga þegar þú velur skærgulu „buffalo“ skóna við grænu draktina.
 
Með þessi atriði í huga og lokapunktinn til gamans...umfram allt; vertu þú sjálf og klæddu þig í samræmi við þinn eigin persónulega stíl. Fötin skapa manninn...og konuna!


heida@spegill.is
 
Höfundur: Hei­a ١r­ar
„Tíska er eins og arkitektúr; þetta er spurning um hlutföll.“ Coco Channel-