logo

Eldheitt ástarsamband

5 júní 2012

Hælaskór, bandaskór, strigaskór, gönguskór, ballerínuskór, inniskór, stígvél, klossar, mokkasínur, sandalar, kuldaskór og gönguskór. Spariskór og hversdags.

Svo er fólk hissa á að til sé eitthvað sem heitir skóbrjálæði...maður verður vitlaus bara við að lesa þessa rullu. En hvað vitum við um skó? Annað en það að við eigum aldrei nóg...
 
• Árið 1927 mældu menn út skóstærðir með röntgen geislum – það var slegið af í þágu heilsunnar. 
 
• Hælaskór urðu til í miðausturlöndum til að lyfta fætinum úr brennheitum sandinum. Meikar fullkominn sens, asfaltið er stundum heitt líka sko.
 
• Fyrsta stígvélið var hannað 1840 fyrir Viktoríu Bretlandsdrottningu. Það gat nú verið. Þá vitum við það stelpur; við hækkum í tign þegar við troðum okkur í hólkana.
 
• Það var ekki fyrr en á 19. öld að vinstri og hægri skór kom til – fram að því voru báðir eins. Krummafótur hefur þá væntanlega einu sinni verið óþekkt vandamál.
 
• Í Ungverjalandi er brúðarskór nýttur á einstakan hátt, brúðguminn drekkur skál úr honum. Það er spurning að taka þetta upp. Sá hlýtur að elsk´ana ef hann er til í það! Ég meina eftir heilan brúðkaupsdag og veisluhöld...hmmm?
 
• Ekki var farið að hanna eitthvað sem kallaðist konuskór og karlaskór fyrr en á 18. öld. Stórsniðug hugmynd sem einhver hefur fengið þá, uss bara. Snillingur!
 
Fram til þess tíma voru skór bara skór...já nei nei, elskurnar, skór eru ekki bara skór. Það er víst alveg á tæru. Þeir þurfa hins vegar ekkert að skilja það, strákarnir. Bara halda kjafti og vera sætir.
 
Bíðiði bara, við höfum enn ekkert talað um veski af neinu viti...
 
 Ritstjórn á hælum, með gloss.
 
„Tíska er eins og arkitektúr; þetta er spurning um hlutföll.“ Coco Channel-