logo

Kona n˙tÝmans

2 ágúst 2012 - Hei­a ١r­ar

 
 ...er djörf og kynþokkafull.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Nútímakonan er djörf og kynþokkafull.
 
Samt svo saklaus, viðkvæm og falleg.
 
Hún vill njóta ástar og frelsis.
 
Hún er ákveðin framakona,
 
en samt svo brothætt.
 
Hún er sannur hermaður lífsins.
 
Þrátt fyrir hindranir, tár og sársauka.
 
Berst hún á sinn kvenlega ögrandi hátt.
 
Fyrir réttlæti og virðingu.
 
 
Sértu verður hennar,
 
færðu það sem er henni heilagast af öllu:
 
Lykilinn að hjarta hennar.
 
Lykilinn að hennar leyndustu hugsunum og þrám.
 
Lykilinn að henni sjálfri, að eilífu.
 
Ef þú bregst henni,
 
gefst hún ekki upp.
 
Hún raðar saman agnarsmáum spegilbrotum,
 
með hjartað brostið og grætur.
 
Uns spegillinn er heill og þá fyrst,
 
getur hún litið framan í sjálfa sig á ný.
 
Og brosað með stolti.
 
Hún hefur fundið sálarró og fullkomnun.
 
Er tilbúin að deyja og endurfæðast.
 
Kannski gefur hún lykilinn aftur...
 
...að eilífu.
 
 
 
 
 
Höfundur: Heiða Þórðar
 
heida@spegill.is
 
 
 
Höfundur: Hei­a ١r­ar
„Tíska er eins og arkitektúr; þetta er spurning um hlutföll.“ Coco Channel-