logo

Mín brjóst og þín...

16 ágúst 2012 - Heiða Þórðar

Þegar ég er nakin þá er ég "eðlileg". Þegar ég er í fötum, "eðlileg" líka. Þegar vinkona mín sagði við mig;
 
-Veistu, Heiða, ég skil ekki öll þessi læti. Hvað er svona óeðlilegt við að gefa barninu sínu brjóst á almannafæri?
Svaraði ég;
 
-Ekkert óeðlilegt við það. Ekki frekar en þú nýtur (vonandi) ásta með manninum þínum. En í öllum bænum, haltu þeirri "aðgerð"...fyrir þig samt, án þess að blanda mér í það. Finnst þetta allt mjög eðlilegt.
 
Bara plís!!! Ekki fyrir framan mig.
 
Mér finnast líka sköp, typpi og allt þetta dót, ósköp normalt, rétt eins og brjóst.
 
Ekki samt vera að  klína þessu framan í mig, rétt á meðan ég er að borða. Og ekki á almannafæri.
 
Plís!
 
Trúðu mér, þegar ég segi;
-mér finnst þetta allt samt ósköp fallegt og eðlilegt.
 
Þá meina ég það!
 
Ég fer samt ekkert ofan af því að brjóstagjöf á almannafæri, er ekki að gera neitt fyrir mig sérstaklega. Ekki neitt. Ekki typpi heldur ef út í það er farið, eða sköp.
 
Ekki á almannafæri.
 
Ég hef alltaf staðið í þeirri trú  að best sé að næra ungabarnið sitt í rólegu umhverfi, helst án utanaðkomandi áreitis. Að nándin á milli foreldra (beggja) fyrstu fjögur árin í lífi hvers barns sé mikilvæg undirstaða í tilfinningalegum þroska hvers einstaklings.
 
Og þá spyr ég:
 
-Af hverju ekki að hlúa að þessum dýrmætu persónlegu stundum, sem eru augnablik, sem staldra aðeins stutt við á þessu skeiði í lífi barnsins þíns og þíns sem foreldri?

-Af því að það er svo gaman að gefa brjóst á kaffihúsi?

-Af því að barnið er svangt?
 
"Gjafir" eru ráðlagðar hversu oft á dag, á fjögurra tíma fresti? Úfff, ertu kannski búin að sitja aðeins of lengi?
 
Einhverju sinni var einnig brýnt fyrir mér að ég mætti alls ekki fara með litla barnið mitt í stórmarkað hvað þá meir, sökum sýklahættu. Það eru tuttugu ár síðan þetta var.
 
Eitt stykki hnerri "drífur" hvorki meira né minna en 3 kílómetra.
 
Frábær og öflugur smitberi sem fer leikandi létt með sýklana í gegnum; inn- og útöndun.
 
Eru kannski breyttar áherslur hvað þetta varðar?
 
Brjóstagjöf er fádæma falleg athöfn. Og persónuleg. Hver hefur sína skoðun hvort brjóstagjöf eigi heima á almannafæri eða ekki.
 
Hver og einn hefur sitt viðmið, hvað honum finnst við hæfi og hvað ekki. Hvað misbýður þér og hvað ekki.
 
Ég er á því að hver og ein móðir hafi fulla heimild til að velja hvað sé henni fyrir bestu og hennar barni. Burtséð frá því hvað ég sjálf kýs.
 
Ef það er mjólkurhristingur í boði á einhverju kaffihúsi sem ég sit á; so be it!
 
Ekki vandamálið. Ég lít einfaldlega undan á meðan. Líka í virðingarskyni, við móður og barn. Og kippi mér lítið upp við það.
 
Ef ég fengi annað tækifæri til að ala barn á mínu annars ágæta brjósti, kysi ég klárlega að deila ekki þeim dýrmætu örfáu stundum með ókunnugum. Jafnvel einhverjum sem liti mig hornauga. Á köldu kaffihúsi út í bæ.
 
En það er bara ég.  Veldu fyrir þig.  
 
Það er fegurðin í þessu öllu saman. Við eigum að velja og hafna að vild,  hafa þær skoðanir sem við viljum...og það sem meira er; það er leyfilegt að breyta um skoðun.
 
 
heida@spegill.is
 
Höfundur: Heiða Þórðar
„Tíska er eins og arkitektúr; þetta er spurning um hlutföll.“ Coco Channel-