logo

Sköpun

Gallabuxnavasar verđa ađ lítilli tösku

2 mars 2015 - Heiđa Ţórđar

Ég bjó til litla sæta hliðartösku fyrir stelpuna mína úr gallavösum af gömlum buxum sem voru orðnar vel slitnar.

Hvít bađherbergi

25 febrúar 2015 - ritstjórn

Við elskum hvíta litinn. Hreinleg fegurð sem á svo sannarlega við um baðherbergi.
 
Hvít handklæði, hvít kerti, sápur og sölt...gardínur sem blakta í golunni. Mynd í hvítum ramma og löðrandi hvítt freyðibað.
 
 
 
 
 

Falleg og hlýleg íbúđ

20 febrúar 2015 - Heiđa Ţórđar

Þessi stórkostlega íbúð eða loft er staðsett í  San Fransisco. Húsið sjálft hlaut verðlaun fyrir nokkrum árum.
 
Innandyra má sjá hinar ýmsu viðartegundir, að auki múrsteina og önnur náttúruleg efni. Hugsað hefur verið fyrir staðsetningu allra ljósa í hverju rými ásamt öðrum smáatriðum, sem þó eru svo stór. Birtan utan frá flæðir inn um risavaxna glugga, hvort sem er frá þaki eða veggjum.  Einfaldega stórfenglegt loft.
 

Skyrta verđur ađ kjól - engin saumaskapur - MYNDBAND

18 febrúar 2015 - ritstjórn

Sniðugt að taka stóra karlmannskyrtu og smella í einn kjól. Enginn saumaskapur og til að allt gangi nú upp -ekki gleyma...
 
...kleinuhringnum! Góða skemmtun.

Öđruvísi lýsing -fríkuđ ljós

17 febrúar 2015 - ritstjórn

Lýsing er gríðarlega mikilvæg til að skapa notalegt andrúmsloft. Lampar eru til á velflestum íslenskum heimilum, en þarf lampi að vera bara lampi? 
 
Hér eru myndir af lömpum sem eru ekki eins og hinir hefðbundnu. En flottir eru þeir. Flottir og öðruvísi. Kíkjum út fyrir hinn týpíska "ramma" ...og á snilldarhönnun í boði hinna ýmsu hönnuða.

Búđu til ţína eigin tösku fyrir fartölvuna

6 febrúar 2015 - ritstjórn

Við eigum allar gallabuxur sem mega missa sín úr skápnum. Farðu og finndu þær, gríptu skæri, nál og tvinna...og búðu til töff töskulufsu fyrir tölvuna þína. Ok?
 
Afsakið, ég er farin að sauma!
 
Ps. Sniðugt að setja svo símann í rassvasann...
 
 
 

Sniđug hugmynd, steldu henni -blikkblikk

6 febrúar 2015 - ritstjórn

Við fyrstu sýn virðist þessi fallegi höfuðgafl hafa kostað hönd, fót og þrjá putta. Skoðaðu myndirnar og sjáðu hversu auðvelt er að útfæra þessa hugmynd sjálfur.
 
Ekkert mál! Væri ég ekki með himnasæng til að ilja mér undir -myndi ég klárlega láta vaða!
 
Ekki spurning. Sjúklega flott.

Nýttu krukkurnar undir allt mögulegt...

31 janúar 2015 - Heiđa Ţórđar

Ekki henda krukkunum. Nýttu þær. Hér er getur að líta allskyns útfærslur á hvernig nota má krukkuna, dósina, glasið eða hvað þetta kallast; umbúðirnar sem halda utan um allskyns hráefni sem finnst í skápunum heima hjá þér.
 
Hvort heldur sem um er að ræða punt eða endurnýting undir annað smálegt,
þú finnur eitthvað út úr þessu...
 
Veskú:   

Hundrađ flíkur í einni!

25 janúar 2015 - ritstjórn

Hugsið ykkur hvað það eru til klárir hönnuðir þarna úti í útlandinu.

Hér eru sýndar leiðir til að nota einu og sömu flíkina á ótal vegu. Flíkin er úr silki þar að auki. Við elskum silki!
 
Sjáið þetta stelpur, við verðum að fá okkur svona fyrir næsta sumar...

Poppađu upp gömlu skyrtuna ţína á nokkrum mínútum!

12 janúar 2015 - Heiđa Ţórđar

Klassísk hvít skyrta gengur alltaf upp, við nánast hvaða tilefni sem er. Ef eitthvað klikkar að morgni, er gott að eiga eina straujaða inn í skáp, það vitum við allar.
 
Stundum kýs maður samt að hafa skyrtuna aðeins "poppaða", án klúta og/eða hálsmena.
 
Hérna koma hugmyndir fengnar úr smiðju Mörtu okkar "Stjúvart"... 

SNILLD DAGSINS - Ein flík fjölmargir möguleikar!

12 janúar 2015 - Heiđa Ţórđar

Hver elskar ekki flíkur sem hægt er að klæðast á fleiri en á eina vegu? Ég geri það klárlega.
 
Horfðu á myndbandið sem sýnir fjölmarga möguleika hvernig hægt er að klæðast The Bina™, sem er einstaklega einföld flík og minna en ekkert mál að búa til sjálf/ur.
 
Hægt er að klæðast þessari flík; sem trefil, peysu, poncho, blússu, yfir axlir, kyrtil, höfuðfati svo eitthvað sé eitthvað sé nefnt.
 

Hlýleg rými og fallega litrík

10 janúar 2015 - Heiđa Ţórđar

Hér má sjá nokkur rými þar sem hugsað hefur verið fyrir hverju smáatriði. Útkoman er hlýleg, stílhrein og "unique". Einn aðallitur í forgrunni eins og alltaf í vel skipulögðum og stílhreinum rýmum.
 
Þessi herbergi eiga það öll sameiginleg að vera lítil að flatarmáli. En með góðu skipulagi hefur tekist hreint frábærlega vel upp. 
 
Hreinn unaður á að horfa. Njótið!

Glćsileg svefnherbergi - skapađu ţitt eigiđ!

5 janúar 2015 - Heiđa Ţórđar

Hér eru nokkur nýtískuleg svefnherbergi. Möguleikarnir eru óendanlegir. Þegar unnið er að einu rými er mikilvægt að skapa heild, til að forðast ringulreið.
 
Hreinar línur og hlutlausir tónar ættu að jafnaði að byggja upp bakgrunn, sem síðan er hægt að jafna út með skærum litum og jafnvel abstrakt hönnun. 

DIY: dásamlega fallegar og litríkar jólakúlur - gerđu ţađ sjálf/ur!

11 desember 2014 - ritstjórn

Við notum aðventuna í að föndra, baka og búa til konfekt. Á meðan við brögðum á heimalöguðu súkkulaði, það er klárt!  

Þessari kúlur sem sýndar eru í meðfylgjandi myndbandi eru litríkar, auðveldar í framkvæmd og fallegar. 
 
Glimmer, filter, lím og smotterý til...og þú ert klár í partýið!
 

FÖNDUR: Snjókorn í ţrívídd

9 desember 2014 - ritstjórn

Snjókorn falla, á allt og alla osfrv. Allir að detta í gírinn? Við erum að truflast á Speglinum. Hluti aðventunnar í okkar huga, er klárlega föndur. Snjókorn í dag, en ekki hvað? Rímar næstum og hvaðeina...
 
Dásamlega fallegt, hagkvæmt og auðvelt!
 
Kíktu á myndbandið og ekki síst: Góða skemmtun!
 
Þessi dásamlegu snjókorn eru í þrívídd...

Sköpun: Eggjabakki verđur ađ dýrindisdjásni

6 desember 2014 - ritstjórn

Þetta er nú svolítið sneddý. Hægt að sjálfsögðu að búa til ramma utan um mynd eða utan um spegil eins og sýnt er hér.
 
Tilvalið að byrja að undirbúa gjafirnar fyrir jólin. Veturinn mætir jú eftir umþb. korter...

Englar úr kaffipoka

4 desember 2014 - ritstjórn

Þessi stórskemmtilegu og fallegu englar eru meðal annars gerðir úr kaffipokum. Þessum stóru. Hrikalega fallegir og ekki síst auðveldir í framkvæmd. 
 
Jólatré með þessum englum -fallegt.
 
Kíktu á myndbandið þar sem daman sýnir hvernig þetta er gert skref fyrir skref...góða skemmtun!

JÓLAFÖNDRIĐ: jólakúlur úr lopa!

4 desember 2014 - Heiđa Ţórđar

Fékk þá brilliant hugmynd að búa til mínar eigin jólakúlur á jólatréið í fyrra. Það kom nú einfaldlega til af því að jólaskrautinu mínu öllu var stolið.
 
Vona svo sannarlega að skrautið sé í höndum einhvers sem þarf virkilega á því að halda.
 
Útkoman úr föndrinu var brill og mun ég nota kúlurnar aftur í ár, og klárlega bæta í safnið. Ég notaði eingöngu hvítan lopa. 

Þetta er gaman!
 

DIY: Jólakúlur svo girnilegar ađ ţig langar helst ađ éta ţćr!

3 desember 2014 - Heiđa Ţórđar

Þetta föndur er að gera allt vitlaust í USA. Enda ekkert skrítið, þetta er brill! Auðvelt í framkvæmd og hrikalega fallegt. Viðurkennist, sumt er þó fallegra en annað...þið skiljið. 
 
Okkur langar í silfurkúlur. Hvítt/silfur - og glimmer - silkiborða og fjör! Þú vilt kannski hafa þínar í lit? 

Pakkađu inn jólagjöfunum inn međ stćl!

21 nóvember 2014 - ritstjórn

Okkur finnst fátt skemmtilegra en að skreyta og pakka inn gjöfum. Það fer minnst heilt kvöld í þetta hjá okkur, getum dúllast endalaust yfir sérhverri gjöf.  
 
Hér má sjá nokkrar hugmyndir að innpökkun, njóttu vel og ekki síst góða skemmtun. 
„Tíska er eins og arkitektúr; þetta er spurning um hlutföll.“ Coco Channel-