logo

Sk÷pun

Hundra­ flÝkur Ý einni!

25 janúar 2015 - ritstjˇrn

Hugsið ykkur hvað það eru til klárir hönnuðir þarna úti í útlandinu.

Hér eru sýndar leiðir til að nota einu og sömu flíkina á ótal vegu. Flíkin er úr silki þar að auki. Við elskum silki!
 
Sjáið þetta stelpur, við verðum að fá okkur svona fyrir næsta sumar...

Poppa­u upp g÷mlu skyrtuna ■Ýna ß nokkrum mÝn˙tum!

12 janúar 2015 - Hei­a ١r­ar

Klassísk hvít skyrta gengur alltaf upp, við nánast hvaða tilefni sem er. Ef eitthvað klikkar að morgni, er gott að eiga eina straujaða inn í skáp, það vitum við allar.
 
Stundum kýs maður samt að hafa skyrtuna aðeins "poppaða", án klúta og/eða hálsmena.
 
Hérna koma hugmyndir fengnar úr smiðju Mörtu okkar "Stjúvart"... 

SNILLD DAGSINS - Ein flÝk fj÷lmargir m÷guleikar!

12 janúar 2015 - Hei­a ١r­ar

Hver elskar ekki flíkur sem hægt er að klæðast á fleiri en á eina vegu? Ég geri það klárlega.
 
Horfðu á myndbandið sem sýnir fjölmarga möguleika hvernig hægt er að klæðast The Bina™, sem er einstaklega einföld flík og minna en ekkert mál að búa til sjálf/ur.
 
Hægt er að klæðast þessari flík; sem trefil, peysu, poncho, blússu, yfir axlir, kyrtil, höfuðfati svo eitthvað sé eitthvað sé nefnt.
 

Hlřleg rřmi og fallega litrÝk

10 janúar 2015 - Hei­a ١r­ar

Hér má sjá nokkur rými þar sem hugsað hefur verið fyrir hverju smáatriði. Útkoman er hlýleg, stílhrein og "unique". Einn aðallitur í forgrunni eins og alltaf í vel skipulögðum og stílhreinum rýmum.
 
Þessi herbergi eiga það öll sameiginleg að vera lítil að flatarmáli. En með góðu skipulagi hefur tekist hreint frábærlega vel upp. 
 
Hreinn unaður á að horfa. Njótið!

GlŠsileg svefnherbergi - skapa­u ■itt eigi­!

5 janúar 2015 - Hei­a ١r­ar

Hér eru nokkur nýtískuleg svefnherbergi. Möguleikarnir eru óendanlegir. Þegar unnið er að einu rými er mikilvægt að skapa heild, til að forðast ringulreið.
 
Hreinar línur og hlutlausir tónar ættu að jafnaði að byggja upp bakgrunn, sem síðan er hægt að jafna út með skærum litum og jafnvel abstrakt hönnun. 

DIY: dßsamlega fallegar og litrÝkar jˇlak˙lur - ger­u ■a­ sjßlf/ur!

11 desember 2014 - ritstjˇrn

Við notum aðventuna í að föndra, baka og búa til konfekt. Á meðan við brögðum á heimalöguðu súkkulaði, það er klárt!  

Þessari kúlur sem sýndar eru í meðfylgjandi myndbandi eru litríkar, auðveldar í framkvæmd og fallegar. 
 
Glimmer, filter, lím og smotterý til...og þú ert klár í partýið!
 

FÍNDUR: Snjˇkorn Ý ■rÝvÝdd

9 desember 2014 - ritstjˇrn

Snjókorn falla, á allt og alla osfrv. Allir að detta í gírinn? Við erum að truflast á Speglinum. Hluti aðventunnar í okkar huga, er klárlega föndur. Snjókorn í dag, en ekki hvað? Rímar næstum og hvaðeina...
 
Dásamlega fallegt, hagkvæmt og auðvelt!
 
Kíktu á myndbandið og ekki síst: Góða skemmtun!
 
Þessi dásamlegu snjókorn eru í þrívídd...

Sk÷pun: Eggjabakki ver­ur a­ dřrindisdjßsni

6 desember 2014 - ritstjˇrn

Þetta er nú svolítið sneddý. Hægt að sjálfsögðu að búa til ramma utan um mynd eða utan um spegil eins og sýnt er hér.
 
Tilvalið að byrja að undirbúa gjafirnar fyrir jólin. Veturinn mætir jú eftir umþb. korter...

Englar ˙r kaffipoka

4 desember 2014 - ritstjˇrn

Þessi stórskemmtilegu og fallegu englar eru meðal annars gerðir úr kaffipokum. Þessum stóru. Hrikalega fallegir og ekki síst auðveldir í framkvæmd. 
 
Jólatré með þessum englum -fallegt.
 
Kíktu á myndbandið þar sem daman sýnir hvernig þetta er gert skref fyrir skref...góða skemmtun!

JËLAFÍNDRIđ: jˇlak˙lur ˙r lopa!

4 desember 2014 - Hei­a ١r­ar

Fékk þá brilliant hugmynd að búa til mínar eigin jólakúlur á jólatréið í fyrra. Það kom nú einfaldlega til af því að jólaskrautinu mínu öllu var stolið.
 
Vona svo sannarlega að skrautið sé í höndum einhvers sem þarf virkilega á því að halda.
 
Útkoman úr föndrinu var brill og mun ég nota kúlurnar aftur í ár, og klárlega bæta í safnið. Ég notaði eingöngu hvítan lopa. 

Þetta er gaman!
 

DIY: Jˇlak˙lur svo girnilegar a­ ■ig langar helst a­ Úta ■Šr!

3 desember 2014 - Hei­a ١r­ar

Þetta föndur er að gera allt vitlaust í USA. Enda ekkert skrítið, þetta er brill! Auðvelt í framkvæmd og hrikalega fallegt. Viðurkennist, sumt er þó fallegra en annað...þið skiljið. 
 
Okkur langar í silfurkúlur. Hvítt/silfur - og glimmer - silkiborða og fjör! Þú vilt kannski hafa þínar í lit? 

Pakka­u inn jˇlagj÷funum inn me­ stŠl!

21 nóvember 2014 - ritstjˇrn

Okkur finnst fátt skemmtilegra en að skreyta og pakka inn gjöfum. Það fer minnst heilt kvöld í þetta hjá okkur, getum dúllast endalaust yfir sérhverri gjöf.  
 
Hér má sjá nokkrar hugmyndir að innpökkun, njóttu vel og ekki síst góða skemmtun. 

DIY: Crackers e­a hvellettur eru fallegar ß hva­a veislubor­ sem er

16 nóvember 2014 - ritstjˇrn

Eina sem til þarf eru klósettrúllur, pappír, borði og það sem þér dettur í hug til skreytinga. Úkoman?

Tja, algjörlega undir þér komið. Sniðugt að merkja hverja og eina með nafni og setja inn persónuleg skilaboð, ef setja á við hvern disk í matarboði. Eða sem skraut á pakka eða á jólatréið.
 
Hægt að smella inn nammi eða lítilli gjöf (t.d. í skóinn).

DIY: Fallegir pokar undir jˇlagj÷fina - ger­u ■a­ sjßlf/ur

15 nóvember 2014 - ritstjˇrn

Jæja, allir í stuði? Væntanlega allir byrjaðir á jólaundirbúningnum, ef ekki búnir? Við tökum okkur allavega einn og hálfan mánuð í að dúlla okkur í kringum hátíðina.
 
Og í dag eru það pokar undur jólagjafir. 

Týndu til allt sem þú átt smálegt til skreytinga og hefjumst handa. Tölur, borða, blúndur, slaufur, blaðaúrklippur, möguleikarnir eru óteljandi.
 

┌rklippur - DIY - jˇlagj÷fin Ý ßr?

9 nóvember 2014 - ritstjˇrn

Það þekkja allir úrklippubækur og margir hafa föndrað slíkar bækur. Sumir einfaldar með innlímdum úrklippum og myndum, aðrir flóknara dúllerí með alls kyns aukahlutum eins og miðum í leikhús eða minningum af því taginu.

Meðfylgjandi er hugmyndabanki; myndband frá konu sem gerði minningabók um föður sinn. Ótrúlegt hugmyndaflug og flott útfærsla á úrklippubók. Skoðaðu...

DIY: Jˇlagjafahugmyndir - ger­u ■a­ sjßlf/ur!

4 nóvember 2014 - ritstjˇrn

Á meðfylgjandi myndbandi er okkur kennt að búa til jólagjafir, alls fimm talsins. Þú ef til vill finnur einhverja við hæfi?

Kíktu...
 

DIY: Jˇlagjafaaskja - ger­u ■a­ sjßlf/ur

3 nóvember 2014 - ritstjˇrn

Það er mun hagstæðara að gera sínar eigin öskjur undir jólagjafirnar. Ekki síður skemmtilegra og persónulegra.
 
Hér er sýnd aðferð fyrir minni box, undir t.d. skart.

Góða skemmtun!

Nßtt˙runa inn Ý hřbřlin?

2 nóvember 2014 - Hei­a ١r­ar

Já, því ekki að smella hluta af náttúrunni heim í stofu? Ég sit alla jafna undir 2ja metra háu pálmatré og sólblómi við vinnu mína. Þrátt fyrir að úti sé stórhríð, er alltaf sól og ylur í minni stofu.
 
Ég er alveg heilluð yfir því hversu auðveldlega hægt er að búa til sinn eigin veruleika með sínum persónulega stíl, með hagkvæmum hætti. 
 
Hér á eftir getur að líta hin ýmsu gólfefni/mottur unnar úr náttúrulegu grjóti og viði. Njótið vel. 

Heimili litu­ af vori og yl

2 nóvember 2014 - Hei­a ١r­ar

Vorið skellur á eftir rúmlega korter. Eða þannig, er farið að hausta? Hef fyrir venju að skipta út púðum og skrautmunum. Set upp aðrar skreytingar sem minna á sól og yl. Einnig þríf ég betur en fyrir jólahátiðina. Já, það er hægt. 
 
Sumir ganga enn lengra og fara alla leið. Mála híbýli sín og hvað eina.

DIY: Gullfallegt kertaljˇs -allan ßrsins hring

31 október 2014 - ritstjˇrn

Þetta gullfallega kertaljós á við, allan ársins hring. Líka og jafnvel er enn meira tilefni á þessum árstíma, tíma ljóss og friðar. 
 
Vel er hægt að nota blúndu í stað þess sem sýnt er í myndbandinu. Servíettur eru líka sniðgar til að líma á glærar krukkur, vasa eða glös (servíettan er þá höfð einföld). 
 
„Tíska er eins og arkitektúr; þetta er spurning um hlutföll.“ Coco Channel-