logo

Skpun

a er gaman a leira - bu til inn eigin

13 september 2014 - ritstjrn

Flest börn elska að leira. Því ekki að útbúa leirinn sjálf/ur? Þú átt sjálfsagt allt hráefnið sem til þarf.

Nú ef ekki, þá einfaldlega skottastu út í búð.

Kíktu hvað þetta er auðvelt.
 

Rs r tmtum - fallegt hvaa disk sem er!

12 september 2014 - ritstjrn

Tómatar eru ekki það sama og tómatar. Enn og aftur íslenskt, já takk!

Á meðfylgjandi myndbandi sem tekur örstund, er okkur kennd aðferð til að búa til fallega rós á disk eða sem skraut í salat, jafnvel á borð. Úr einmitt (íslenskum) tómötum...
 

Reimau skna ruvsi htt -myndband

8 september 2014 - Heia rar

Ég man þá tíð þegar það var aðeins ein rétt leið til að reima skóna sína.

Allt annað var rangt. Mikið vel fagna ég fjölbreytni í reima- "saumaskaps" og litadýrð sem er í boði í reimum nú til dags. Reimar eru ekki lengur bara reimar. 
 
Það er vel hægt að vera hipp og kúl með skóreimumunum, einum saman.

DIY: Gamall bolur verur a geggjuum kjl ea tff topp

3 september 2014 - Heia rar

Áttu gamlan bómullarbol? Kannski einn af pabba, afa eða þínum fyrrverandi?
 
Flott!
 
Svona búum við til smartan kjól (eða töff bol)...án þess að nota saumavél, úr einmitt gömlum (má vera nýr....) bómullarbol.

Poppum upp gallastuttbuxurnar!

28 ágúst 2014 - Heia rar

Haustið er handan við hornið, veit. En ykkur að segja er vel hægt að brúka stuttubuxur á okkar dásamlega landi, allan ársins hring. Og sumar gellur gera það, hiklaust.
 
Flestar notast einfaldlega við sokkabuxur innanundir, til að halda á sér hita. Þannig að því ekki að poppa gömlu þreyttu stuttbuxurnar án tilkostnaðar (í versta falli þarf að splæsa í blúndu, nál og tvinna) á nokkrum mínútum?
 
Allavega kíktu...og láttu sannfærast:

Sfabor sem stkkar eftir num rfum

25 ágúst 2014 - Heia rar

Reinier de Jon, hefur bætt enn einni snilldinni við fyrrum hönnunarlínu sína. Þessi snilld kallast einfaldlega; The REK Coffee Table. Borðið er samsett úr nokkrum viðarkubbum, sem hægt er að breyta og stækka á nokkra vegu, með lítilli fyrirhöfn.
 
Eða eins og hönnuðurinn segir: REK er sófaborð sem þú getur stækkar eftir þörfum. Þegar þú færð gesti í heimsókn, nærð þú í aukastól og stækkar borðið eftir þörfum og í hvaða þá átt sem þú vilt. Það er nægilegt pláss fyrir alla kaffibollana og einnig getur þú geymt bækur eða handavinnu í lausu plássunum sem myndast inn á milli.

Kltar 10 mismunandi vegu - MYNDBAND

17 ágúst 2014 - ritstjrn

Sniðug stelpan hér að neðan. Hún kennir okkur að nota klúta á tíu mismunandi vegu. Það erum við vissar um að minnst þrír ef ekki fjórir hnútar/leiðir henta hverri og einni dömu. Western Wrap babycakes :) 
 
Kíktu endilega á skvísuna og þú sannfærist!  

Flskur vera a drindis djsni

15 ágúst 2014 - Heia rar

Ég er alltaf svolítið skotin í þessari hugmynd, þ.e. að endurnýta flöskur sem kertastjaka/lukt. Nokkrar saman í mismunandi stærðum.  
 
Finnst þessi lausn kjörin í t.d. sumarbústaðinn, í garðinn eða á svalirnar. Ég rakst á sniðuga lausn um hvernig er hægt að ná botninum úr flöskunni, með einföldum hætti. Kíktu endilega á myndbandið hér neðst.

a sem hgt er a gera me frun er trlegt

12 júlí 2014 - ritstjrn

 Viltu tvö andlit? Þrjú? Ekkert mál, dragðu fram penslana...

...stúlkan í meðfylgjandi myndbandi sýnir okkur hvernig þetta er gert.  Gæti vel orðið skemmtilegur hrekkur...

Risastr b litlum fleti - ea 39 fermetrar

22 april 2014 - ritstjrn

Flestir vilja hafa rúmt um sig og sumum finnst þeir aldrei hafa nógu mikið pláss. Aðrir sanka að sér endalaust af húsgögnum á meðan enn aðrir láta sér nægja sitt og eru sáttir. Svo eru það þeir sem gera ótrúlegustu hluti úr engu. Eða stórt úr smáu.

Hundra flkur einni!

22 april 2014 - ritstjrn

Hugsið ykkur hvað það eru til klárir hönnuðir þarna úti í útlandinu.

Hér eru sýndar leiðir til að nota einu og sömu flíkina á ótal vegu. Flíkin er úr silki þar að auki. Við elskum silki!
 
Sjáið þetta stelpur, við verðum að fá okkur svona fyrir næsta sumar...

Skkulai- og pappapskaegg -bu til itt eigi

10 april 2014 - Heia rar

Það getur verið gaman að búa til sín eigin páskaegg. Ég er að ljúga, því það ER mjög skemmtilegt. Og alls ekkert erfitt. Viðurkenni þó, að í byrjun, voru eggin mín ævintýralega ljót.

En eftir nokkrar frekar vandræðalegar útkomur, hafðist þetta. Eggin mín líta ekki út lengur eins og mölbrotinn ljótur kúkur í fýlu...í miðri skál...

Klsettrllur til listskpunar - TU AFERIR - MYNDBAND

4 april 2014 - ritstjrn

Leitaðu ekki langt yfir skammt í leit þinni að "hráefni" í föndur, fallegt veggskraut eða til innpökkunar. Þú skottast bara inn í baðherbergi og nærð þér í rúllu. Betra samt að safna þeim saman, því þú þarft nokkrar. Klósettrúllur. 
 
Kíktu á hér að neðan eru sýndar tíu aðferðir hvernig nýta má klósettrúllur. Gargandi, argandi snilld!
 
Hvernig hljómar t.d. aðventukrans úr klósettrúllum? 
 

Lttu gleina dansa yfir borum nu boi!

31 mars 2014 - ritstjrn

Gleðin dansar hreinlegar yfir borðum með þessa einföldu en skemmtilegu skreytingu sem vel er hægt að útfæra á sinn eigin máta. Blómin virðast fljóta í loftinu en eru í raun fest með hvítum blómavír. Birtan endurkastast  svo skemmtilega innan um kertaljós og hamingju. Ekki skemmir fyrir að þetta er "billegt".  

Aðeins þarf pappír (kreppappír), hvítan blómavír (eins mörg og blómin) og skæri. 

Enginn venjulegur svefnsfi

10 mars 2014 - Heia rar

Þessi stórglæsilegi og elegant sófi er hönnun Nicola Gallizia, fyrir Moldeni&C, Oz.
 
En undir þá hönnun flokkast gjarnan vörur með fleiri möguleika en einn, hönnun sem virkar. Hvernig sófanum er breytt í rúm er sýnt í nokkrum auðveldum skrefum í myndbandinu í lokin. Smart og ekki skemmir notagildið fyrir.

Skpun: Bu til fallegan vasa r tmri gosflsku

24 febrúar 2014 - Heia rar

Skemmtilegar hugmyndir eiga alltaf upp á pallborðið hér í Speglinum.
 
Skoðaðu þessa hugmynd. Gosflaska og hugmyndaauðgi, smá föndur og málið er dautt...

rklippur

15 febrúar 2014 - ritstjrn

Það þekkja allir úrklippubækur og margir hafa föndrað slíkar bækur. Sumir einfaldar með innlímdum úrklippum og myndum, aðrir flóknara dúllerí með alls kyns aukahlutum eins og miðum í leikhús eða minningum af því taginu.

Meðfylgjandi er hugmyndabanki; myndband frá konu sem gerði minningabók um föður sinn. Ótrúlegt hugmyndaflug og flott útfærsla á úrklippubók. Skoðaðu...

Litau hnueggin -myndband

11 febrúar 2014 - Heia rar

Það eru að koma páskar! Jibbý! Lituð hænuegg í sköpun dagsins, takk fyrir.
 

Svona fer ég að...
 
Ég tæmi eggin og blæs úr þeim innihaldinu (sting nál í báða enda og blæs -þarf mikla þolinmæði - hægt hægt hægt...) og sting hálfu eggi ofan í bað með lit. 
 
Sný því næst egginu á hina hliðina og læt standa, þar til þurrt. Gott að notast við gamlan eggjabikar sem má skemmast.

Heimili litu af vori og yl

5 febrúar 2014 - Heia rar

Vorið skellur á eftir rúmlega korter. Ég hef fyrir venju að skipta út púðum og skrautmunum. Set upp aðrar skreytingar sem minna á sól og yl. Einnig þríf ég betur en fyrir jólahátiðina. Já, það er hægt. 
 
Sumir ganga enn lengra og fara alla leið. Mála híbýli sín og hvað eina.

Strkostlega falleg b - hvtu

24 janúar 2014 - Heia rar

Þessi fallega íbúð er staðsett í Englandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er eigandinn sérstaklega hrifinn af hvíta litnum, eins og svo margir. Meðal annars ég. 
 
Stórkostleg útkoma, -ef þú spyrð mig.
 Í spilaranum...-