logo

Sköpun

Pakkašu inn jólagjöfunum inn meš stęl!

21 nóvember 2014 - ritstjórn

Okkur finnst fátt skemmtilegra en að skreyta og pakka inn gjöfum. Það fer minnst heilt kvöld í þetta hjá okkur, getum dúllast endalaust yfir sérhverri gjöf.  
 
Hér má sjá nokkrar hugmyndir að innpökkun, njóttu vel og ekki síst góða skemmtun. 

DIY: Crackers eša hvellettur eru fallegar į hvaša veisluborš sem er

16 nóvember 2014 - ritstjórn

Eina sem til þarf eru klósettrúllur, pappír, borði og það sem þér dettur í hug til skreytinga. Úkoman?

Tja, algjörlega undir þér komið. Sniðugt að merkja hverja og eina með nafni og setja inn persónuleg skilaboð, ef setja á við hvern disk í matarboði. Eða sem skraut á pakka eða á jólatréið.
 
Hægt að smella inn nammi eða lítilli gjöf (t.d. í skóinn).

DIY: Fallegir pokar undir jólagjöfina - geršu žaš sjįlf/ur

15 nóvember 2014 - ritstjórn

Jæja, allir í stuði? Væntanlega allir byrjaðir á jólaundirbúningnum, ef ekki búnir? Við tökum okkur allavega einn og hálfan mánuð í að dúlla okkur í kringum hátíðina.
 
Og í dag eru það pokar undur jólagjafir. 

Týndu til allt sem þú átt smálegt til skreytinga og hefjumst handa. Tölur, borða, blúndur, slaufur, blaðaúrklippur, möguleikarnir eru óteljandi.
 

Śrklippur - DIY - jólagjöfin ķ įr?

9 nóvember 2014 - ritstjórn

Það þekkja allir úrklippubækur og margir hafa föndrað slíkar bækur. Sumir einfaldar með innlímdum úrklippum og myndum, aðrir flóknara dúllerí með alls kyns aukahlutum eins og miðum í leikhús eða minningum af því taginu.

Meðfylgjandi er hugmyndabanki; myndband frá konu sem gerði minningabók um föður sinn. Ótrúlegt hugmyndaflug og flott útfærsla á úrklippubók. Skoðaðu...

DIY: Jólagjafahugmyndir - geršu žaš sjįlf/ur!

4 nóvember 2014 - ritstjórn

Á meðfylgjandi myndbandi er okkur kennt að búa til jólagjafir, alls fimm talsins. Þú ef til vill finnur einhverja við hæfi?

Kíktu...
 

DIY: Jólagjafaaskja - geršu žaš sjįlf/ur

3 nóvember 2014 - ritstjórn

Það er mun hagstæðara að gera sínar eigin öskjur undir jólagjafirnar. Ekki síður skemmtilegra og persónulegra.
 
Hér er sýnd aðferð fyrir minni box, undir t.d. skart.

Góða skemmtun!

Nįttśruna inn ķ hżbżlin?

2 nóvember 2014 - Heiša Žóršar

Já, því ekki að smella hluta af náttúrunni heim í stofu? Ég sit alla jafna undir 2ja metra háu pálmatré og sólblómi við vinnu mína. Þrátt fyrir að úti sé stórhríð, er alltaf sól og ylur í minni stofu.
 
Ég er alveg heilluð yfir því hversu auðveldlega hægt er að búa til sinn eigin veruleika með sínum persónulega stíl, með hagkvæmum hætti. 
 
Hér á eftir getur að líta hin ýmsu gólfefni/mottur unnar úr náttúrulegu grjóti og viði. Njótið vel. 

Heimili lituš af vori og yl

2 nóvember 2014 - Heiša Žóršar

Vorið skellur á eftir rúmlega korter. Eða þannig, er farið að hausta? Hef fyrir venju að skipta út púðum og skrautmunum. Set upp aðrar skreytingar sem minna á sól og yl. Einnig þríf ég betur en fyrir jólahátiðina. Já, það er hægt. 
 
Sumir ganga enn lengra og fara alla leið. Mála híbýli sín og hvað eina.

DIY: Gullfallegt kertaljós -allan įrsins hring

31 október 2014 - ritstjórn

Þetta gullfallega kertaljós á við, allan ársins hring. Líka og jafnvel er enn meira tilefni á þessum árstíma, tíma ljóss og friðar. 
 
Vel er hægt að nota blúndu í stað þess sem sýnt er í myndbandinu. Servíettur eru líka sniðgar til að líma á glærar krukkur, vasa eða glös (servíettan er þá höfð einföld). 
 

DIY: Gullfallegur og öšruvķsi ašventukrans - 57 DAGAR TIL JÓLA!

28 október 2014 - Heiša Žóršar

Ég rakst á þetta myndband þar sem daman kennir okkur að búa til gullfallegan aðventukrans, þegar ég ráfaði um í villu á YouTube.

Ég mun gera minnst einn slíkan...vissir þú að það eru aðeins 57 DAGAR TIL JÓLA!?

...ertu memm?

Eplasvanur - flott viš hvaša tilefni sem er!

26 október 2014 - ritstjórn

Sniðugt að nota þessa aðferð til að búa til fallega borðskreytingu t.d., en við þurfum aðeins epli, tvo brauðhnífa og einn beittan hníf.
 
Fallegt er að hafa nokkrar tegundir af eplum, en alveg jafn smart að hafa þau öll sömu tegundar til að skapa ákveðið þema og stíl.
 
Eplasvanirnir fögru eru líka sniðugir sem snakk á dásamlegum dimmum og köldum íslenskum vetrarkvöldum, við kertaljós.
 
Getur varla klikkað.

Ętir tebollar tilvališ ķ barnaafmęliš

11 október 2014 - Heiša Žóršar

Hér kemur sniðug hugmynd t.d. fyrir barnaafmæli. Ætir tebollar sem hægt er að fylla, annað hvort með sælgæti, búðingi, ís...í raun hverju því sem þér dettur í hug.
 
Hægt væri t.d. að merkja hverju barni sitt sæti með því að "merkja" hvern bolla með nafni barnsins. Eða gefa börnunum í lok veislu til að taka með sér heim.
Falleg sem skreyting á veisluborðið, sem hægt er að borða. 

Stórkostlega falleg ķbśš -ķ hvķtu

8 október 2014 - Heiša Žóršar

Þessi fallega íbúð er staðsett í Englandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er eigandinn sérstaklega hrifinn af hvíta litnum, eins og svo margir. Meðal annars ég. 
 
Stórkostleg útkoma, -ef þú spyrð mig.

Skapašu fallega og kósż birtu meš klementķnum eša appelsķnum

1 október 2014 - Heiša Žóršar

Þetta eru ótrúlega sniðug "kerti", svo ég tali nú ekki um að einnig skapast einstaklega notaleg og falleg birta. Lyktin verður einnig guðdómleg, svo ekki sé meira sagt. Og stemningin eftir því.  
 
Gríptu appelsínu (mæli með nokkrum) eða klementínur, olíu (olive), hníf og hefjumst handa.

En fyrst smá fróðleikur um hvaða áhrif appelsínuguli liturinn hefur á okkur, samkvæmt Feng Shui...
 
 
 

Appelsķnubörkur veršur aš dżrindis djįsni!

25 september 2014 - Heiša Žóršar

Á haustin er fátt notalegra en að föndra og kveikja á kertum. Og því ekki að lífga upp á heimilið með óhefðbundnum hætti? Færa sumar og il minninganna frá sl. sumri inn í stofu? Baðhergi? Hvert herbergi?
 
Jú sko, mín er komin í gírinn - og þér er velkomið að vera memm...! Kostnaður er lítill sem enginn. Kíktu...

Hannašu žinn eiginn arin

18 september 2014 - Heiša Žóršar

Þegar kemur að því að búa til arin fyrir heimilið, þá er the sky the limit. Útfærslurnar eru eins margar og þær eru misjafnar. Ýmist hlaðnir úr náttúrulegum steini, gamlar skáphurðar notaðar sem uppistaða, gömul vörubretti og svo framvegis.
 
Hér eru nokkrar stórglæsilegar og mismunandi útfærslur, sem vonandi nýtast ykkur.  

Žaš er gaman aš leira - bśšu til žinn eigin

13 september 2014 - ritstjórn

Flest börn elska að leira. Því ekki að útbúa leirinn sjálf/ur? Þú átt sjálfsagt allt hráefnið sem til þarf.

Nú ef ekki, þá einfaldlega skottastu út í búð.

Kíktu hvað þetta er auðvelt.
 

Rós śr tómötum - fallegt į hvaša disk sem er!

12 september 2014 - ritstjórn

Tómatar eru ekki það sama og tómatar. Enn og aftur íslenskt, já takk!

Á meðfylgjandi myndbandi sem tekur örstund, er okkur kennd aðferð til að búa til fallega rós á disk eða sem skraut í salat, jafnvel á borð. Úr einmitt (íslenskum) tómötum...
 

Reimašu skóna į öšruvķsi hįtt -myndband

8 september 2014 - Heiša Žóršar

Ég man þá tíð þegar það var aðeins ein rétt leið til að reima skóna sína.

Allt annað var rangt. Mikið vel fagna ég fjölbreytni í reima- "saumaskaps" og litadýrð sem er í boði í reimum nú til dags. Reimar eru ekki lengur bara reimar. 
 
Það er vel hægt að vera hipp og kúl með skóreimumunum, einum saman.

DIY: Gamall bolur veršur aš geggjušum kjól eša töff topp

3 september 2014 - Heiša Žóršar

Áttu gamlan bómullarbol? Kannski einn af pabba, afa eða þínum fyrrverandi?
 
Flott!
 
Svona búum við til smartan kjól (eða töff bol)...án þess að nota saumavél, úr einmitt gömlum (má vera nýr....) bómullarbol.
Bættu útlitið án skurðaðgerðar ...-