Karlar eru sjálfum sér verstir


Okkar ástsæli og sjarmerandi tónlistarmaður, Grétar Örvarsson er fæddur á Höfn í Hornafirði. Tónlist sem og aðrar listgreinar eru rauði þráðurinn í fjölskyldunni og það hefur sjálfsagt haft sitt að segja við val á framtíðarstarfi.
Í engu er ofaukið þegar fullyrt er að ferill Grétars er mjög farsæll. Hver man ekki eftir Stjórninni? Og Eurovision. Grétar hefur komið víða við í „bransanum“. Hann hefur verið í plötuútgáfu og staðið fyrir tónleikahaldi svo fátt eitt sé nefnt. Maðurinn er hvergi nærri hættur, enda á tónlist ríkan hlut í hjarta hans.
 
Í dag er meginmarkmiðið að láta sér líða vel og láta gott af sér leiða.
 
-segir Grétar um leið og við kveðjum, eftir að hafa spurt hann um þetta:
 
Hvað finnst þér mest heillandi í fari kvenmanns ?
 
Sjálfsöryggi og um leið vinalegt viðmót og svo auðvitað glaðværð og góður húmor.
 
Hverju tekurðu fyrst eftir þegar þú hittir hana?
 
Augun eru alltaf það fyrsta sem ég tek eftir.
 
Er eitthvað sérstakt við útlit kvenna sem heillar þig?
 
Fyrir utan fallegt sítt dökkt hár þá er það hvernig konan ber sig og kemur fyrir.
 
Eitt orð yfir veruna kona?
 
Guðdómleg.
 
Magnaðasti íslenski kvenmaðurinn fyrr og síðar?
 
Án nokkurs vafa Guðrún Ósvífursdóttir: Þeim var ég verst er ég unni mest.
 
Hvaða konu myndirðu vilja hitta, til að eiga við hana samræður...ekki samræði?
 
Góður kaffibolli og spjall við Oprah Winfrey tel ég að gæti væri nokkuð áhugavert. Hún er að mínu mati mjög víðsýn, gefandi og fallega þenkjandi manneskja.
 
Fallegasta konan og fellur seint af þeim stalli?
 
Ég get ekki gert upp á milli dætra minna sem eru hver annarri fallegri og þær eru alltaf efstar á stalli hjá mér.
 
Hefur kona eitthvað í fari sínu umfram karlmann?
 
Ýmislegt hefur konan sem karlinn hefur ekki og öfugt, en þetta er mjög viðkvæmt mál og það þarf heila ritgerð til að svara þessu.
 
Fjölbreytni meðal kvenna, kostur? Eða viltu þær allar í sama form?
 
Sem betur fer er engin kona eins og fjölbreytni þeirra jafn mikil og þær eru margar.
 
Ef konur eru konum verstar, hvað eru karlar?
 
Sjálfum sér verstir.