Þessi dama fær 50 fullnægingar á dag takk fyrir!


Það er margt og misjafnt sem á manninn (og konuna) er lagt. Þrálát kynferðisleg örvun er í dag viðurkennt heilkenni innan læknavísindanna. PSAS var upphaflega skilgreint og staðfest af lækninum Söndru Leiblum árið 2001.
 
Um er að ræða röskun á taugaboðum en einkennin lýsa sér í samfelldri kynferðislegri örvun sem ekki er hægt að hafa nokkra stjórn á.
 
Þessi staðreynd hlýtur að raska ró og lífi þeirra sem af þessu þjást. Endalausar fullnægingar til að sinna þörfinni og karlmenn með spjótið út í loftið allan sólarhringinn...nei öllu má nú ofgera er ég hrædd um.
 
Hér lýsir dama ein sjúkdómi sínum - hún heitir Amanda Gryce en hún fann kærasta sinn þegar hún var að leita svara við spurningum sínum á netinu: