Viltu geta barn? Klæðstu þröngu og borðaðu ávexti og grænmeti


Við vitum öll hvaða gaura um er að ræða og hverjir bera ábyrgð á tilvist þeirra,  hér koma þó nokkrar staðreyndir um sæðisfrumuna, sem gætu komið þér á óvart.
 
Í það minnsta lítur þú varla litlu kvikindin sömu augum og áður, sem virðast vera koláttavillt, hraðskreið með eindæmum og aðeins rata eina leið...þá réttu.
 
Sæðisfrumurnar ferðast á ógnarhraða eða um 4 mm á mínútu, sumar eru þó eitthvað ögn seinni á ferðinni eða um 1 mm á mínútu. Ef við setjum þetta í samhengi, þá er mannlegt sæði aðeins 55 milljón úr millimeter eða 55 microns að lengd. Þannig að einn millimeter er nokkuð stórt hlutfall fyrir þessu litlu grey; á ferðalagi á ljóshraða.
 
Meðallengd ferðalagsins í átt að takmarkinu eru því um 175 mm, sem þýðir að allt heila liðið getur náð takmarkinu á 45 mínútum, en í raun og reynd getur ferðalagið tekið allt að þrjá daga.
 
Jafnvel hin frjósömustu pör sem eiga lítil sem engin vandamál varðandi getnað og njóta kynlífs án getnaðarvarna, eiga samt aðeins 1 á móti 4 möguleika á því að þungun verði.
 
Ef þú gengur í þröngum nærbuxum sem heldur typpinu í skefjum og eistun fá að dvelja vel innpökkuð, eykur þú líkurnar á frjósemi. Veldu því þröngt utan um þig, viljir þú geta barn.
 
Sæðisfrumur eru eins og karlmenn -enginn tilfinning fyrir réttu leiðinni. En sæðisfruman þekkir sem betur fer aðeins eina leið; beint áfram.
 
Aðeins ein sæðisfruma af fimm mögulegum, mun byrja að synda í rétta átt eftir fullnægingu, sem þýðir að hinar sitja eftir í lakinu, og kalla stundum á aldargamalt rifrildi og þekkt um hver á að sofa á "blauta" blettinum...
 
Það tekur eina sæðisfrumu 2 ½ mánuð að verða fullvaxta. Og hvað eru allir þessir gaurar þá að gera á meðan þeir bíða? Hafa það fínt í vöruhúsinu sem í daglegu tali nefnist einfaldlega eistu...þarna rúmast gæjarnir og láta fara vel um sig fyrir kapphlaupið mikla.
 
Að borða ferska ávexti og grænmeti er lykilatriði fyrir heilbrigða sæðisframleiðslu. Einnig er mælt með hreyfingu daglega, taka vítamín og sleppa áfengi og tóbaki.
 
Ekki framleiðir aðeins karlmaðurinn meira magn af sæði, fari hann að þessum einföldu ráðum, hann verður líka allur orkumeiri og hressari...