Sófaborð sem stækkar eftir þínum þörfum


Reinier de Jon, hefur bætt enn einni snilldinni við fyrrum hönnunarlínu sína. Þessi snilld kallast einfaldlega; The REK Coffee Table. Borðið er samsett úr nokkrum viðarkubbum, sem hægt er að breyta og stækka á nokkra vegu, með lítilli fyrirhöfn.
 
Eða eins og hönnuðurinn segir: REK er sófaborð sem þú getur stækkar eftir þörfum. Þegar þú færð gesti í heimsókn, nærð þú í aukastól og stækkar borðið eftir þörfum og í hvaða þá átt sem þú vilt. Það er nægilegt pláss fyrir alla kaffibollana og einnig getur þú geymt bækur eða handavinnu í lausu plássunum sem myndast inn á milli.
 
Hægt er að stækka REKborðið á marga vegu. Innbyggðir "stopparar" koma í veg fyrir að hillurnar dragist of langt út, eða alveg út. Borðið er 60 cm x 80 cm þegar það er alveg samsett, en hámarkslengd borðsins nær allt að 170 cm þegar það er stærst og er það þá 130 cm á breiddina. 
 
Einnig eru fáanlegar bókahillur í sömu línu, sem bjóða upp á samskonar  möguleika. Það er að segja; þú getur stækkað hilluna, eftir því sem bókasafnið þitt  vex. Hér má sjá þetta sniðuga borð í nokkrum útfærslum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
heida@spegill.is