Bragðgóður og orkumikill drykkur og kynlíf í morgunsárið...


Ég óska ykkur gleðilegrar viku. Upphafs, sem vonandi færir ykkur fullt af tækifærum og gleði. Fátt betra í byrjun viku en að bæta í vítamínbúskapinn.
 
Mig langar til að deila með ykkur morgun-boostinu mínu. Þá er ég ekki að tala um hið brjálaða kynlíf sem ég stunda alla morgna heldur það sem gerist eftir það...grín!
 
Hér er drykkur, bragðgóður, mettandi og fullur af góðu dóti fyrir taugakerfið og kroppinn.
Við þurfum: 
 
Ein dolla skyr.is drykkur að eigin vali
Einn banani
Lúka af jarðarberjum eða bláberjum (ferskum en frosin ber eru í lagi)
Lúka (lítil) af myntu
Weetabix (1-2 bitar)
1 msk hörfræolía
1 bréf grænt te (uppáhellt og blandað)
Vatn notað til að þynna drykkinn ef vill
 
Skyrið ásamt banananum og jarðarberjum (eða bláberjum) sett í blandarann. Weetabix, hörfræolía og einn bolli uppáhellt te að síðustu. Blandið vel. Ef þér finnst þörf á, getur þú þynnt þennan drykk með vatni.
 
Drykkurinn er hreinsandi, orkugefandi og stútfullur af náttúrulegum vítamínum.
 
Sett í falleg há glös og drukkið með bestu lyst. Verði ykkur að góðu!
 
ps: þetta með kynlífið....tja.