Dásamleg kaka á innan við tíu mínútur!


Þetta er sjúklegt alveg. Súkkulaði hnetusmjörs bollakaka, hafiði heyrt annað eins?
 
Og tilbúð á innan við tíu mín!
 
Hér er skammtur fyrir einn, veskú; 
 
Við þurfum: 
 
2 msk smjör
2 msk hnetusmjör
1/2 tsk vanilla
1 egg
2 msk mjólk
2 msk sykur
2 msk hveiti
3 msk kakóduft
1/8 tsk salt
1/8 tsk lyftiduft
3 msk súkkulaðispænir
 
 
Svona förum við að:
 
Bræddu smjörið og bættu hnetusmjörinu við. Blandaðu saman. Settu vanillu, egg og sykur í bolla og blandaðu vel. Blandaðu saman mjólkinni, hveitinu, kakóinu. saltinu og lyftiduftinu og settu í bollann. Helltu hnetusmjörsblöndunni saman við og blandaðu vel. Hrærðu súkkulaðispænum saman við.
 
Settu bollann í örbylgjuna í 1-2 mínútur eða þar til kakan er að þínu skapi. Þeir eru misjafnir örbylgjuofnarnir, kannski þarftu að prófa þig áfram.
 
 
 
 
 
Toppaðu unaðinn með hverju því sem hugurinn girnist. Ís, rjóma, karamellusósu eða einhverju öðru.
 
Þetta er auðvitað bara rugl!