Ætir litir tilvalið í barnaafmælið!


Þetta er sniðugt, það er bara þannig. Vissir þú að hægt er að nota Crayon liti til að búa til varaliti?
 
Það eru nefnilega engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera. 
 
 
Þessa liti má teikna með ...og borða. Tilvalið í barnaafmælið.
Það sem þarf er: 
 
• 100 grömm smjör
• 200-250 grömm hveiti
• 1 msk sýrður rjómi
• 1/3 tsk salt
• 100g sykur
• 1 eggjarauða
• þeytt egg til að bera á "litina" fyrir bakstur
• 1/2 tsk vanillu sykur
• matarlitur
 
Aðferð: 
 
Mýkið smjörið og bætið við sykri. Því næst eggjarauða, sýrður rjómi, vanillu sykur og salt. Bætið hveitinu við smátt og smátt og hnoðið þar til deigið er mjúkt og teygjanlegt, það á ekki að klístrast við fingurna.
 
Skiptið deiginu í tvo hluta. 1/3 og 2/3.
 
Stærri hlutan fletur þú út eins og sýnt er á mynd og þann minni, skiptir þú niður í nokkra hluta eða fyrir eins marga liti og þú kýst. Og litar (sjá mynd)
 
 
Þegar deigið er litað er nauðsynlegt að bæta við vatni ca. ½ teskeið.
 
Fletjið út stærra deigið eins þunnt og mögulegt og skerið í ræmur. Skerðu minni hlutann niður í hæfilega stóra bita (og litar), rúllaðu svo upp í lengjur (sjá mynd.)
 
Litaði hlutinn er settur inni deigið og rúllaður upp, eins þétt og mögulegt. 
 
Penslað er yfir ysta lagið með þeyttu eggi og dreift á bökunarpappír og bakað í 200 gráðu ofni í 15 til 20 mínútur.
 
Látið kólna áður en borið er fram. Og svo er bara að byrja að teikna....og fá sér bita...
 
Góða skemmtun!