Fullkominn dagur fyrir ís


Í dag rignir (on and off) í höfuðborginni hið minnsta. Fullkominn dagur til eyða heima í faðmi fjölskyldunnar. Og kannski fá sér ís? 
 
Það eru allir dagar ísdagar í mínum huga. Hér kemur auðveld og fljótleg uppskrift að heimagerðum ís.
Við þurfum eftirfarandi hráefni í uppskrift að þessum ís:
 
1/2 l rjómi
5 eggjarauður
75 g sykur
1 tsk vanillusykur
75-100 g suðusúkkulaði, saxað
 
 
 
Aðferðin er einföld:
 
Þeytið egg og sykur saman þar til það verður létt og ljóst. Þeytið rjómann þar til þykkur.
 
Blandið eggjaþykkni, rjóma og súkkulaði varlega saman og hrærið.
 
Sett í form og fryst. Eða falleg glös/skálar og fryst. 
 
Þessi ís er bestur með heitri súkkulaðisósu og ferskum jarðaberjum. 
 
heida@spegill.is