Fegurðarleyndarmál Marilyn Monroe


Marilyn var ekki mikið fyrir að gefa upp um fegurðarleyndarmál sín.
 
Án mikils erfiðis komst ég að ýmsu, þegar ég æðibunaðist um hið töfrandi alheimsnet.
Marilyn notaði farða sem bar nafnið Ivory Medium. Nánar Anita d’Foged Day Dew Make-up.
 
Daman mun hafa þvegið andlit sitt upp úr Shu Uemera olíu, einnig mun hún hafa skvett daglega framan í sig ísköldu vatni, minnst 15 sinnum, til að minnka ásjónu svitahola.
 
Næst á eftir bar hún Vaseline á andlit og háls í stað rakakrems. Því næst púðraði hún létt yfir í stað þess að nota ,,base” eins og við þekkjum hann í dag.
 
Með þessum hætti náði hún fram þessum fallega gljáa á andlitið sem hún var þekkt fyrir.
 
 
 
Marilyn var lýst sem sönnum listamanni þegar kom að því að setja á sig farða og kunni hún svo sannarlega að laða fram öll sín fallegustu einkenni, eins og varir og augu. Kinnbein og útlínur.
 
Hún notaði kinnalit undir kinnbeinin til að láta þau virka hærri, einnig ,,stytti” hún á sér nefið með að nota skugga (kinnalit). Hún setti skygginguna fremst á nefbroddinn og því næst setti hún smá lag af Vaseline yfir og loks púðraði hún yfir andlit sitt, til að taka burt gljáann.
 
Með þessum hætti sjáum við hana á myndum með hið fullkomna nef, í stað þess langa, eins og henni fannst það vera. Hún notaði bleika eða ,,coral” liti í skygginguna.
 
Marilyn kallaði augnfarðann sinn einfaldlega ,,the Greta Garbo eye”.
 
 
 
 
Hún setti aldrei hvítan skugga yfir allt augnlokið heldur notaði hún ,,nude” litinn sparlega, en samt yfir allt lokið upp að augabrúnum. Því næst skyggði hún með ýmist bláum, grænum eða brúnum skugga (smoky-förðun).
 
Eyeliner-inn hennar var ýmist svartur eða brúnn, sem hún notaði yfirleitt bara yfir efra augnlokið og lítillega út fyrir til hliðanna.  
 
Á augnlokið notað hún skugga, en fór ekki alveg út að miðju. Galdurinn er að láta litinn ,,feida” út. Inn í augun notaði hún hvítan blýant til að stækka augun.
 
Marilyn notaði fölsk augnahár við hin ýmsu tilefni. Maskara létt yfir og voila; þið þekkið útkomuna.
 
Varir hennar voru ávallt ómótstæðilegar, en hún mun hafa notað 5 týpur af rauðum varalit, uns hún fann sinn rétta lit.
 
Örlítið dekkri varalitablýantur rammaði inn varirnar og aðeins inn fyrir. Dekkst yst og ljósari þegar kom að vörunum miðjum.
 
Marilyn mun ávallt hafa notað gloss yfir, sumir segja að hún hafi notast við gamla góða Vaseline-ið. Hún notaði alltaf varalitabursta til að bera varalitinn á.
 
 
Tökum þetta skref fyrir skref:
 
1 Rauður varalitablýantur, dekkri en allir litirnir, en ekki of dökkan.
 
2. Þrjár tegundir af rauðum lit borið á með pensli.
 
3. Dekksti liturinn alltaf yst...ljósari þegar nær dregur munninum sjálfum, sérstaklega fyrir miðju.
 
4. Hvítur litur alveg á miðju varanna og þá ætti að vera einn mildur rauður eftir sem er settur yfir allt. Látið alla litina renna saman og mildast með varalitapenslinum uns hann blandast vel saman við þann ljósa og myndar eina heild. Og það allt án þess að áhrifin frá skuggunum hverfi.
 
5. Loks gloss eða Vaseline.
 
Gangi ykkur Monróunum öllum vel.
 
Fylgstu með okkur á Facebook