Hvaða frægi einstaklingur er í þínu Stjörnumerki?


"Marlyn Monroe var Tvíburi í einu og öllu - sín kona hverjum manni. Sérhver ljósmynd af henni sýndi nýja hlið á persónuleika hennar. Hún virtist aldrei eldast, en samt vera sífellt að breytast og þrokast."
 
Með hvaða heimsfræga einstaklingi deilir þú stjörnumerki?
 
Hrúturinn
 
Hrútar eru sagðar vera merki frumkvöðla. Eða þeirra sem taka nýjar hugmyndar og gera þær að veruleika.
 
Hrútar eru orðheppnir, þarfnast umönnunar og geta verið afar blíðir og tillitsamir.
 
Hrútar eru haldnir sterkum háleitum hugmyndum um ástina , sjónarmið sem makinn verður að virða.
 
Hrútar eru oft fullir sjálfstrausts, en stundum getur örlað á afbrýðisemi. 
 
Frægir í þessu merki:  Marlon Brandon, Warren Beatty, Doris Day og Díana Ross.
 
 
Nautið
 
Fólkið í nautsmerkinu mun vera mjög heimakært og jafnframt sagðir vera tryggustu elskendurnir þegar kemur að mannlegu litrófi.
 
Jarðbundið merki, með traustvekjandi orku. 
 
Oft listrænt og skapandi fólk,   - marga mjög góða söngvara og leikara má finna í nautsmerkinu.
 
 
 
 
Frægir í þessu merki: Bing Crosby, Shirley Maclaine, Leonardo da Vinci, Barbra Streisand, Al Pacino
 
 
Tvíburar
 
Tvíburar eru merki lista- og uppfinningamanna. Tvíburar eru ákafir og oftast mikið fjör í kringum þá.
 
Þeir fá hugmyndir hraðar en flestir, en vantar kannski örlítið upp á framkvæmdina.
 
Tvíburar geta fengist við marga hluti í einu og einhvern veginn virðast þeir ekki eldast. Aðeins þroskast og breytast til hins betra.
 
Frægir í þessu merki: John F. Kennedy, Marlyn Monroe, Paul McCartney, Judy Garland
 
 
Krabbinn
 
Krabbinn býr yfir móðureðli, merki fræðarans og spámannsins.
 
Kröbbum er mannúðin í blóð borin.
 
Þeir bera meiri umhyggju fyrir öllum öðrum en sjálfum sér.
 
Þeir eru hláturmildir og gera óspart grín af sjálfum sér og öðrum,
 
 
Frægir í þessu merki: Ernest Hemingway, Nelson Rockefeller, Neil Simon, Donald Sutherland
 
 
Ljónið
 
Ljónin með sitt konunglega yfirbragð eru lífsglaðir einstaklingar, fullir ástríðuþunga.
 
Þar sem smjaður er líkt og lostæti, lítilsvirðing eins og klór í andlitið.
 
Ljónið verður einfaldlega að fá að láta ljós sitt skína til að það þrífist.
 
Ástríðuþrungin sál sem beinir oftar en ekki inn á við.
 
Frægir í þessu merki: Coco Chanel, Dustin Hoffman, Roman Polanski, Yves Saint Laurent
 
 
Meyjan
 
Margir sem fæddir eru í þessu merki eru einfarar.
 
Fólk í meyjarmerkinu þykja góðir gagnrýnendur og handlagnir. Meyjan er haldin fullkomnunaráráttu og gerir miklar kröfur til sjálfs síns.
 
Meyjan bíður ekki eftir viðurkenningu fyrir störf sín frá öðrum. Meyjan kýs sanna rómantík.
 
Frægir í þessu merki: Sean Connery, Agatha Christie, Racquel Welch, Sophia Loren
 
 
 
Vogin
 
Fólk í Vogamerkinu vegur hlutina og metur út frá skynseminni.  
 
Vogir eru sjálfar sér samkvæmar og leita ávallt sannleikans.
 
Margar Vogir eru afar fríðar sýnum og oftar en ekki hafa þær náð að skapa sér einstakt og fallegt heimili.
 
 
Frægir í þessu merki: Birgitte Bardot, Oscar Wilde, Eleanor Roosevelt, Roger Moore
 
 
Sporðdrekinn
 
Þegar kemur að lífsfjöri, þá komast fáir ef einhver nálægt Sporðdrekanum.
 
Ástríðufullir elskendur og ákafir. Reyndar myndi flestir Sporðdrekar deyja fyrir ástina sína ef svo ber undir.
 
Merki stjórnandans, margir í þessu merki munu starfa sem læknar eða græðarar.
 
 
 
 
Frægir í þessu merki: Charles Englaprins, Indira Gandhi, Katherine Hepburn, Grace Kelly
 
Bogmaðurinn
 
Bogmaðurinn er ávallt bjartsýnn, og viss í sinni sök um að lifa á líðandi stund.
 
Hann trúir því stöðugt að það besta sé enn ókomið og ferðast Bogmaðurinn hratt og geyst í viðleitni sinni að sannleikanum.
 
Illgirni er ekki að finna í Bogmönnum, en stundum ná þeir að valda særindum með hreinskilni sinni.
 
 
 
Frægir í þessu merki: Kirk Douglas, Jane Fonda, Bette Middler, Dale Carnegie
 
 
Steingeitin
 
Steingeitin er hagsýn, ákaflega skipulögð, alvörugefnin og gætin í samskiptum.
 
Steingeitur hugsa stórt, og oft ná þeir árangri á heimsvísu. Ná jafnvel að safna sér verulegum auði og völdum.
 
Steingeitur elska visku fortíðar og leyndardómi eilífrar æsku.
 
Að eðlisfari eru Steingeitur hlédrægir í ástarmálum.
 
 
Frægir í þessu merki: Muhammed Ali, Elvis Presley, Martin Luther King, Jr. Marlene Dietrich
 
 
Vatnsberinn
 
Vatnsberinn er síforvitinn og er talið vera merki sannleikans eða vísindamannsins.
 
Merki framtíðarinnar, en sumir staðhæfa að Vatnsberar hugsi hálfa öld fram í tímann.
 
Vatnsberinn krefst frelsis, einkum í hugsun og skoðunum.
 
Sumir Vatnsberar eru æði skrautlegir, sérviskulegir og frumlegir.
 
Frægir í þessu merki: Christian Dior, Abraham Lincoln, Virgina Woolf, Paul Newman
 
Fiskarnir
 
Fiskarnir eru dreymandi og ímyndunarauðugir, ákaflega tilfinningaheitir elskendur og andlega þenkjandi.
 
Þeir eru fullir af allskyns hugmyndum. Ákaflega liprir í mannlegum samskiptum og ljúfir í viðmóti.
 
Fiskurinn býr yfir mikilli samkennd með þeim sem minna mega sín.
Þeir eiga það til að vera örlítið feimnir.
 
Frægir í þessu merki: Albert Einstein, Elisabeth Tailor, George Washington, Liza Minelli
  
Smelltu hér til að lesa um Stjörnumerkin og fjármálin
r getur þú lesið um Stjörnumerkin og fatnað
og loks Stjörnumerkin og ástin hér.
 
Góða skemmtun!