Góðan daginn! Má bjóða þér upp á svaðalegt dúndur fyrir húðina?


Ertu þurr í framan? Við eigum til ráð við því. Svakalegan maska sem gefur húðinni gott boost! Við erum að tala um að Avókadó og eggjahvíta er frábær samsetning!
 
Af hverju? Lestu meira...
Þú ert raunverulega að bjóða húðinni þinni upp á svaðalegt dúndur gott að drekka.
 
Þú þarft aðeins:
 
Eina eggjahvítu
Hálft vel þroskað avókadó
 
Svona ferðu að:
 
Þeyttu eina eggjahvítu þar til hún verður froðukennd. Stappaðu þá hálft vel þroskað avókadó og settu saman við hvítuna.
 
Berðu maukið á andlit og háls og hallaðu þér aftur í 20 mínútur. Skolaðu svo.
 
Avókadó ávöxturinn veitir húðinni andoxunaráhrif E vítamínsins og próteinin og fitan gefa húðinni raka. Notist sérstaklega til að mýkja og róa þurra húð.
 
 
Prófaðu...þetta klikkar ekki. 
 
 
Njóttu dagsins!
 
Fylgstu með öllu því nýjasta á Facebook!