Ein áhrifamesta kona veraldar - Michelle LaVaughn Robinson Obama!


Michelle LaVaughn Robinson Obama fæddist 17. janúar 1964. Hún er eins og öllum ætti að vera kunnugt gift fyrrverandi Bandaríkjaforseta og er fyrsta blökkukonan sem gengdi embætti forsetafrúar. 
 
Hún er efst á lista yfir konur sem hafa mest áhrif í heiminum. Stílhrein og flott.
Þau hjónin kynntust á lögfræðistofu, en Michelle er lögfræðingur að mennt og útskrifaðist frá Harvard.
 
 
Lögfræðingurinn sem varð forsetafrú Bandaríkjanna.
 
 
Michelle með dætrunum Malia og Sasha.

Konan er einkar glæsileg og alltaf óaðfinnanlega til fara. Fyrirmynd margra kvenna og orðin einhvers konar tísku „icon“ í heiminum. Hún er sérlegur talsmaður góðrar heilsu og heilsufæðis.
 
 
Stórglæsileg hjón.
 
 
Þær sem fylgja fast á hæla Michelle Obama á listanum góða um áhrif koma hér í röð:
 
 
2. Irene Rosenfeld
3. Oprah Winfrey
4. Angela Merkel
5. Hillary Clinton
6. Indra Nooyi
7. Lady Gaga
8. Gail Kelly
9. Beyonce Knowles
 
 
...og í tíunda sæti: Ellen Degeneres