Munurinn á körlum og konum...


Við erum ekki eins þó að við séum í mörgu lík, kynin tvö. "Listinn" er að sjálfsögðu aðeins til skemmtunar. Við viljum alls ekki halla á karlmanninn. 
 
Það er bara svo endalaust gaman að bera okkur saman, eða mér finnst það... Konan kemur kannski ekki vel út heldur í sumum atriðum... ? 
 
Góða skemmtun! Og aðeins til skemmtunar. Hafa það á hreinu. 
 
Undirskrift
 
Menn krota hratt og örugglega. Rithandarsérfræðingur skilur ekki einu sinni krotið, bogana, strikin.....
 
Konur vanda sig meira og margar nota pappír sem ilma. Oin breytast í hjörtu og béin og géin eru með ævintýralega löngum og skrautlegum dúllum einhverjum. Jafnvel getur kona átt það til að teikna broskarl á eftir undirskriftinni sinni...þegar hún er að segja "honum" upp....
 
Matarinnkaup
 
Menn bíða með innkaup þar til allur bjórinn er búinn og aðeins nokkrir vandræðalegir hlutir sitja eftir í einni stakri hillu. Menn kaupa allt sem lítur vel út. Þegar komið er að kassaröðinni, skal karlmaðurinn alltaf labba beint að hraðkassanum, burtséð frá fjölda hluta sem hann er með í körfunni.
 
Konur gera lista sem þær fara með í búðina. Labba beint að þeim hlutum sem þær þurfa, að kassanum og út.
 
Sambönd
 
Menn eiga erfiðara með að sleppa takinu en konur þegar kemur að sambandsslitum. Sex mánuðum eftir sambandsslit, klukkan þrjú að nóttu til á laugardagskvöldi, gætirðu átt von á símtali frá honum þar sem hann segir:
 
Ég vil bara að þú vitir að þú eyðilagðir líf mitt og ég mun aldrei fyrirgefa þér. Ég hata þig og þú ert algjörlega og klárlega glataðasta gellan sem ég hef hitt. En þrátt fyrir það, þá eigum við ennþá möguleika.
 
Þetta mun vera kallað ég hata þig/elska þig fyllerískjaftæði, en sagt er að 99% karlmanna hafi eitt slíkt á samviskunni.
 
Konur gráta úr sér augun þegar sambandið endar. Konan grenjar mislengi þó, utan í öxl sinnar bestu vinkonu. Hún skrifar gjarnan ljóð sem gæti borið titilinn: „Allir karlmenn eru fífl“. Síðan er það búið og hún heldur áfram með líf sitt og á vit nýrra ævintýra.
 
Kynlíf
 
Konur vilja forleik í að minnsta kosti 30 - 40 mínútur á meðan körlunum nægja litlar 30 – 40 sekúndur.
 
Þroski
 
Konur fullorðnast hraðar en flestir karlmenn. Flestar 17 ára stúlkur eru þroskaðar nærri á við fullvaxta konu, á meðan flestir 17 ára strákar eru ennþá að skiptast á körfuboltamyndum. Ekki undarlegt að flest pör úr menntaskóla endi sitt samband þar...
 
Tímarit
 
Menn heillast af tímaritum sem hafa að geyma myndir af nöktum konum. Karlmenn æsast upp við þá sýn.
 
Konur heillast líka af tímaritum sem hafa að geyma myndir af nöktum konum. Ástæðan? Kvenlíkaminn er einfaldlega falleg sköpun. Fullkomið listaverk.
  
Baðherbergið
 
Maðurinn geymir aðeins sex hluti inni á baðherbergi. Tannbursta, tannkrem, raksápu, rakvél, sápu og merkt handklæði sem hann stal af einhverju hóteli.
 
Konur geyma að meðaltali 437 hluti inni á baðherbergi, sem fæstir karlmenn kunna nokkur skil á.
 
Skór
 
Menn nota sama skóparið daglangt. Við skulum sleppa því hér að minnast á það hvað sumir karlmenn ganga lengi í sömu sokkunum.
 
Konan fer á einu pari í vinnuna. Skiptir um þegar hún er komin á skrifstofuna. Geymir eitt par til vara í poka sem hún hefur meðferðis, annað er alltaf til staðar í vinnunni. Þegar hún sest við skrifborðið kastar hún nær undantekningalaust skónum af sér undir borðið...
 
Gaman að þessu...  
 
 
 Þýtt og fært í stílinn