DIY: Gloss með trönuberjabragði - djúsí!


Um leið og við fögnum hækkandi sól með síhækkandi hitastigi er ágætt að huga að vörunum. Eins og allir vita hefur kuldinn þurrkandi áhrif á húð okkar...og varir.
 
Þetta bragðgóða gloss fer einstaklega vel við brosandi varir og varir í stút.
 
Mjög rakagefandi og veitir vörn. Það má nota það yfir uppáhalds varalitinn eða bara eitt og sér.
 
Auðvelt og fljótlegt gloss með trönuberjabragði:
 
1 teskeið sæt möndluolía
10 fersk trönuber
1 teskeið hunang
1 dropi E vítamín olía (hægt að fá í töfluformi og kreista innihaldið úr belgnum í öllum aptótekum og víða)
 
Setjið allt hráefnið í skál. Nema berin. Hitið í örbylgjunni í tvær mínútur eða þar blandan byrjar að sjóða. Einnig er hægt að sjóða blönduna á eldavélinni.
 
Hrærið vel saman og „merjið“ berin varlega saman við. Hrærið aftur.
 
Sigtið svo berin frá. Hrærið áfram og látið kólna. Setjið i litlar plastdollur með loki.
 
Berið þunnt lag á varirnar og ekki gleyma að brosa...og smakka smá í leiðinni.