Bakverkur er hvimleiður andskoti -góð ráð!


Bakverkur er hvimleiður andskoti, það er bara þannig. Það er ekki nægilegt að mæta einu sinni í viku til sjúkraþjálfara og halda svo áfram uppteknum hætti. Það er; að sitja í rangri stellingu við tölvuna meðal annars. 
 
Verum meðvituð og hlustum á líkamann. 
 
Slæmur bakverkur getur leitt til slæms jafnvægis. Þjálfaðu jafnvægið upp og samhæfingu vöðvanna. Gönguferðir á grasi eða sandi eru afbragð og mun betri fyrir þig, þjáist þú af bakverkjum, en ganga á jafnsléttu.
 
Teygðu á vöðvunum, ekki aðeins hafa teygjur góð áhrif á bakið, heldur eru teygjur ómissandi til að koma í veg fyrir stutta mjaðma- og lærvöðva.  Aukin teygja á vöðvum hjálpar þér við réttu líkamsstellinguna. Og kemur þannig í veg fyrir óþarfa verki.
 
Hreyfðu þig! Of mikil seta gerir þér aðeins illt. Hreyfðu þig minnst 30 mínútur á dag, þú kemst upp með það. Of mikil seta rýrir líkamann og hann hrörnar beinlínis vegna þess að blóðflæðið minnkar. Og vöðvarnir rýrast.
 
Það er mikilvægt að þjálfa upp vöðva líkamans. Það er ekki bundið við líkamsræktarstöðvar. Hægt er að fá fínustu hreyfingu með réttum aðferðum við heimilisþrifin. Notaðu stiga í stað lyftu. Labbaðu út í búð í stað þess að nota bílinn.
 
Notaðu heldur veski/tösku sem situr jöfn yfir axlirnar. Einskonar bakpoka. Of þungt veski sem situr lengi á annarri hliðinni á öxl þinni, er ekki gott fyrir bakið. Þú reyndar getur skekkst.... 
 
Farðu varlega í háu hælana. Alls ekki of háa hæla sem reyna of mikið á bakið. Í lagi samt, þetta með hælana. Þú finnur það sjálf. 
 
Hlustaðu á líkamann og vertu meðvituð/meðvitaður um hann. Sittu rétt og passaðu upp á göngulagið þitt. 
 
Gott að hafa í huga: 
 
Sittu bein/beinn í baki. Veldu stól sem styður vel við miðbakið. Stól með beinu baki.
 
Stilltu sætið og gott er að nota skemil undir fæturna, þannig að þú haldir hnjánum aðeins hærra en mjöðmunum.
 
Þegar þú keyrir, sittu bein/beinn við stýrið.
 
Ef þú þarft að standa lengi, er gott að láta þungann hvíla á víxl á hvorum fót fyrir sig. Fínt að skella öðrum fætinum ofan á koll. Gott viðmið er að skipta um fót á 15 mínútna fresti eða oftar.
 
Haltu eyrum, öxlum og mjöðmum í beinni línu. Inn með magann og upp með höfuðið.