Þegar konur og karlar fá fullnægingu


Árið 1966 birtust niðurstöður í ritinu Human Sexual Response þar sem greint var frá kynsvörun nokkur hundruð karla og annað eins af konum.
 
Talað er um fjögur stig kynsvörunar; örvunarstigið, sléttu, fullnægingarstigið og loks slökunarstigið.
 
Mér þykir afar leitt að upplýsa ykkur um að að sjálft fullnægingarstigið, stendur styðst yfir eða í um nokkrar sekúndur. En þið vissuð þetta nú flest...sem hafið reynsluna. 
 
Það munu aðallega vera tvær líffræðilegar breytingar sem eiga sér stað við kynsvörun karla og kvenna; aukin blóðsókn til líffæra og aukin vöðvaspenna.
 
Þegar kona fær fullnægingu hækkar blóðþrýstingur sem og hjartsláttur. Andardráttur verður örari. Blóðsókn eykst til kynfæra, brjósta og andlits auk annarra líffæra. Vöðvasamdráttur á sér stað í líkamanum og þá aðallega í vöðvum grindarhols, umhverfis endaþarm, leggöng og legið.
 
Samdráttur verður í leginu og eftir að konan fær fullnægingu og er komin á slökunarstigið er hún afar næm fyrir frekara áreiti. Karlmenn hinsvegar verða ónæmir fyrir frekari snertingu, tímabundið.
 
Þar sem konan fer ekki inn á þetta tímabil líkt og karlinn, er hún áfram næm fyrir kynferðislegri örvun og sé löngun enn til staðar og örvun nægjanleg, getur hún að öllum líkindum fengið svokallaða raðfullnægingu.
 
S. Freud var skemmtilegur pælari að mér finnst. Hann vildi meina að til væru tvær tegundir af fullnægingu hjá konum. Fullnæging af völdum snípsörvunar og hins vegar örvun um leggöng.
 
Hann taldi að fullnæging af völdum snípsörvunar væri merki um andlegan vanþroska konunnar en hin síðarnefnda gæfi til kynna eðlilegan kynlífsþroska hennar. Og væri þar af leiðandi mikilvæg til að þroska hið kvenlega eðli.
 
Vert er að geta þess að andlegur krankleiki kvenna á árum áður var stundum talinn vera vegna þessarar óþroskuðu fullnægingar þeirra.
 
Í dag er litið svo á að enginn munur sé á fullnægingu eftir örvunarleiðinni sem notuð er. Þetta þýðir þó ekki að allar fullnægingar séu eins. Þær eru mjög mismunandi. Stundum hefur komið fram að fullnæging sé eins og gríðarleg jarðsprengja.
 
Algjört bull, því að fullnæging er mismunandi hvað styrkleika varðar, enda segir engin kona eins frá sinni upplifun.
 
Á meðan ein talar um máttlaust rop, lýsir önnur eldgosi og flugeldasýningu á Jónsmessunótt. Og svo eru til konur sem upplifa sína bestu fullnægingu í kjölfar sjálfsfrógunar.
 
Hvernig sem á fullnæginguna sjálfa er litið og hún túlkuð og skilgreind, er næsta víst að hún er mikilvæg, bæði sem líkamleg og ekki síst andleg slökun.
 
Svo ég minnist nú ekki ógrátandi á þá vellíðunartilfinningu sem skapast í kjölfar slíkrar upplifunar, jafnt andlega sem líkamlega. 
 
Elskast meira krakkar, með þeim sem þið elskið. 
 
 
Við erum á Facebook