Galdrakryddið Túrmerik


Það heitir túrmerik og virðist að öllu leyti vera snilldarkrydd. Það er upprunnið frá Indlandi og mikið notað í indverskri matargerð.
 
Hér á landi má meðal annars kaupa túrmerik í töfluformi í heilsubúðum og þá sem bólgueyðandi efni. Lestu um virkni þessa galdrameðals hér á eftir...
 
1. Það er náttúrulega sótthreinsandi og bakteríudrepandi; gagnlegt í sótthreinsun á skurðum og bruna.
 
2. Þegar þess er neytt með blómkáli, hefur verið sýnt fram á að það geti komið í veg fyrir krabbamein í blöðruhálskirtli og stöðvað vöxt krabbameins í blöðruhálskirtli.
 
3. Sýnt hefur verið fram á að kryddið komi í veg fyrir að brjóstakrabbamein berist til lungna (tilraun gerð á músum).
 
4. Getur komið í veg fyrir sortuæxli og valdið því að fyrirliggjandi sortuæxlafrumur fremji sjálfsmorð.
 
 
 
5. Dregur úr hættu á hvítblæði hjá ungum einstaklingum.
 
6. Afeitrar lifrina á náttúrulegan hátt.
 
7. Getur komið í veg fyrir og hægt á þróun sjúkdómsins Alzheimer með því að hindra uppbyggingu ákveðins efnis í heila.
 
8. Getur komið í veg fyrir meinvörp af völdum mismunandi forma krabbameins.
 
9. Öflugt náttúrulegt bólgueyðandi efni sem virkar eins og mörg önnur bólgueyðandi lyf, en án aukaverkana.
 
10. Hefur sýnt að von er til þess að það hægi á framvindu MS í músum.
 
11. Náttúruleg verkjastillandi áhrif.
 
12. Getur hjálpað til við niðurbrot á fitu og þyngdarstjórnun.
 
13. Hefur lengi verið notað í kínverskri læknisfræði sem meðferð við þunglyndi.
 

Ert þú ekki örugglega að fylgjast með okkur á Facebook?